Komdu hugmyndum þínum í framkvæmd

Á hverjum degi fær meðalmaður þúsundir hugmynda og tekur ótal ákvarðanir. Í flestum tilvikum gerist þetta ómeðvitað en öðru hvoru fáum við hugmyndir sem skjóta rótum í huga okkar og vekja okkur til umhugsunar. Meðalmaður fær 2-3 góðar viðskiptahugmyndir á ári og sumir fá miklu fleiri en það. En hugmynd er bara hugmynd og gerir í sjálfu sér ekki mikið fyrir okkur. Það er langur vegur frá því að fá góða hugmynd og að koma henni í framkvæmd.

businessideas2

Albert Einstein hefði til að mynda ekki komið fram með afstæðiskenninguna ef hann hefði ekki skrifað niður og unnið áfram með þær hugmyndir sem hann fékk. Edisson hefði ekki fundið upp ljósaperuna ef hann hefði ekki komið hugmyndum sínum í framkvæmd.

Á þeim tímapunkti, þegar kemur að því að framkvæma, stoppa flestar hugmyndir. Eftir stutta umhugsun eru góðar hugmyndir farnar að ógna okkar vanabundna lífi. Þær gera kröfur til okkar um að breyta af vananum og fara að gera eitthvað sem við erum ekki vön að gera. Þær krefjast af okkur að fara út úr okkar örugga lífi og fara að kljást við markaðsöfl og réttlæta allt sem við gerum. Staðreyndin er sú að þegar fólk fær viðskiptahugmynd er raunin oft sú að margir aðrir hafa fengið nákvæmlega sömu hugmynd án þess að hafa framkvæmd hana af ótta við þær áskoranir sem þarf að takast á við framkvæmd þeirra.

Rétt í þann mund sem góðar hugmyndir koma í huga okkar lenda þær því fljótlega í geymslu minninga og daga þar uppi og falla á endanum í eilífðarbrunn gleymskunnar. Oft hefur það gerst að í dánarbúum hafa fundist lýsingar á hugmyndum sem á sínum tíma voru langt á undan sinni samtíð. Stundum hugmyndir sem skiluðu þeim sem komu þeim seinna í framkvæmd álitlegum gróða en þeim sem ekki komu þeim í verk skiluðu þær ekki neinu. Það skiptir í raun ekki máli hver á upphaflega hugmyndina, sá sem framkvæmir hana er sá sem nýtur ávaxtanna.jet_beetle


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband