Komdu hugmyndunum í framkvæmd

Í gær var Athafnavikan formlega opnuð af Iðnaðarráðherra. Athafnavika fer samtímis fram í meira en 100 löndum og stendur vikuna 16.-22.nóvember. Markmiðið er að vekja athygli á gildi nýsköpunar og athafnasemi fyrir samfélagið. Á vefsíðu vikunnar athafnavika.is er hægt að nálgast ýmsa atburði bæði stóra og smáa og ættu flestir að finna sér eitthvað við hæfi. Flestir hafa viðskiptahugmyndir í kollinum og nú er tilvalið tækifæri að fara yfir þær og ýta þeim úr vör en hugmynd verður aldrei að veruleika nema þær séu framkvæmdar. Nýsköpunarbloggið hvetur alla að taka þátt í þessu ótrúlega framtaki, mæta á skemmtilega atburði og koma sem mestu í framkvæmd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband