Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Gulleggið - skráning rennur út í dag 20.janúar

Nú fer að ljúka skráningu á viðskiptahugmyndum Gulleggsins, umsóknarfresturinn rennur út í kvöld á miðnætti. Ekki er þörf á að skila inn fullmótaðri hugmynd á þessu stigi heldur aðeins greinagóðri lýsingu á hugmyndinni.

Gulleggið er árleg nýsköpunarkeppni sem er haldin er árlega á vegum Innovit nýsköpunar og frumkvöðlaseturs. Fjölmörg fyrirtæki hafa farið í gegnum keppnina en velta Innovit sprotafyrirtækjanna er nú um 300 milljónir og þar starfa um 100 manns.

Lesa má nánar um keppnina á vef Gulleggsins.


Hvað eru margar hliðar á sólbaðsbekk?

Ég sat í pottinum um daginn og horfið á mannlífið í kringum mig  þegar hópur krakka dró athygli mína að sér. Þeir voru að gantast í kringum bekk þar sem fólk gat legið í sólbaði. Ekki það að mikið væri um að fólk lægi í sólbaði á þessum tíma dags en það skipti þessa krakka ekki neinu máli. Þau fundu not fyrir hann og reyndar fundu margar leiðir til að nota hann. Eitt og annað dunduðu þau sér með þennan bekk í dágóða stund og voru sennilega búin að prófa að nota hann á fleiri vegu heldur en hönnuður hans hafði nokkurn tíman ímyndað sér. Sama átti sér stað þegar 6 ára sonur minn fékk lego bíl í gjöf. Eftir að ég hafði eytt dágóðum tíma í að setja hann saman samkvæmt teikningunni reif hann bílinn í sundur og bjó til flugvél. Áður en dagurinn var liðinn var hann búinn að gera a.m.k. fimm útgáfur af þessum bíl. Hann var búinn að kryfja þessa kubba til mergjar og fann fleiri not fyrir þá en ímyndurafl mitt náði.

Við fullorðna fólkið erum búin að læra í gegnum tíðina, úr skólanum, frá foreldrum og umhverfi okkar að það er best að fara eftir því sem reglurnar og fólkið í kringum okkar segir. Annars lendum við í vandræðum. En með því höfum við glatað hluta af lærdómsferli okkar og þannig eigum við erfiðara með að hugsa út fyrir boxið, eða hvað hefurðu upphugsað not fyrir eða prófað sólbaðsbekk á marga vegu?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband