Færsluflokkur: Nýsköpunarverkefni

Djúpborunarverkefnið

Mannfjöldi jarðar nálgast nú 7 milljarða. Fyrir 10 árum var mannfjöldinn um 6 milljarðar og hefur mannkyni því fjölgað um milljarð á einungis 10 árum. Þessi gríðarlega mannfjölgun eykur álag á auðlindir jarðar og gerir það að verkum að krafan um styttri endurvinnslutíma þ.e. þann tíma sem tekur að endurnýja hana eykst. Tæknin verður að geta nýtt auðlindirnar á betri hátt og áður og með auknum hraða. Í dag er stærstur hluti orkuauðlinda heimsins ekki endurnýtanlegur s.s. olía, kol og gas. Á endanum hljóta þessar orkuauðlindir að klárast og því er nauðsynlegt að afla nýrra endurnýtanlegra orkuauðlinda áður en skortur fer að gera vart við sig. Orkuöflun til lengri tíma og reyndar nýting auðlinda almennt sama hvaða nafni þau heita hlýtur að þurfa að byggjast á endurnýtanlegum auðlindum því annars mun auðlindin alltaf á endanum ganga til þurrðar.

Ýmsar hugmyndir eru uppi um hver sé framtíðarorkugjafi heimsins. Núverandi tækni og kostnaður gerir það þó að verkum að flestar þessara hugmynda séu illframkvæmanlegar eða afli ekki nægrar orku fyrir allan heiminn. Það er t.d. ekki til endalausir möguleikar á vatnsaflsvirkjunum þó að það sé einna umhverfisvænasti og ódýrasta endurnýjanlega orkuframleiðsla sem völ er á um þessar mundir.

Ég hef heyrt fræðimenn halda því fram að eina leiðin til að uppfylla þörf mannskyns í orkumálum sé að bora ofaní jörðina. Þar er nánast ótakmörkuð orka og við íslendingar erum svo heppnir að sitja ofan á einum af þeim stöðum þar sem þessi orka leytar upp á yfirborðið. Við sitjum því á risaorkugeymi og þurfum aðeins að búa til góða dælu til að dæla orkunni upp eins og bensíndæla ofan á bensíntanki.

Árið 2000 hófst samvinna Landsvirkjunar, Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitunnar í þeim tilgangi var hleypt af stað svo kölluðu djúpborunar verkefni (Iceland Deep Drilling Project). Tilgangur verkefnisins er að kanna hagkvæmni þess að vinna orku og jarðefni úr gufu í yfirmarks ástandi sem er allt að 10 sinnum auðugri af orku en venjuleg jarðgufa. Fyrstu holuna er áætlað ljúka við að bora á þessu ári við Kröflu og er áætlað að bora 4.500 metra djúpa holu en venjulegar jarðhitaholur á Íslandi eru um 2-3 km. Síðan verður borað á Hengilsvæðinu og á Reykjanesi. Ef allt gengur upp er áætlað að verkefninu ljúki árið 2015.

Mikill fjöldi vísindamanna um allan heim fylgjast með verkefninu og eru margar rannsóknir framkvæmdar um leið og verkefninu vindur fram enda er hér um einstak verkefni að ræða. Árið 2003 sendi Alþjóða Jarðhitafélagið (IGA) frá sér yfirlýsingu þess efnis að íslenska djúpborunarverkefnið sé þróaðasta jarðhitaverkefni heims og lykilverkefni í nýtingu jarðhita í framtíðinni. Verkefnið er og unnið í samvinnu við ýmis fyrirtæki og vísindastofnanir s.s. ÍSOR, VGK Hönnun, University of California, ENEL á Ítalíu og fjölda annara háskóla or rannsóknarstofnana.

Margar tæknilega áskoranir fylgja þessu verkefni. Áætlað er að gufan sem komi úr holunni verði á bilinu 450°C-600°C heit sem myndi gera holuna að heitustu háhitavinnsluholu í heimi og erfitt er að segja til um hvernig efnainnihald vökvans verður. Bent S. Einarsson forstjóri jarðborana telur að eitt af helstu tæknilegu úrlausnarefnum sé að koma fyrir fóðringum við þann hita og þrýsting sem er á þessu dýpi og steypa þær fastar. Talað er um að vatn finnist í þremur fösum, föstu efni þegar það er undir frostmarki, í vökvaformi og gufu yfir suðumarki. Gufan sem kemur upp úr djúpboruninni verður líklega í fjórða fasanum sem er gufa í yfirmarksástandi sem er 10 sinnum orkumeiri en venjuleg jarðgufa. Mörg vandamál eru því framundan sem þarf að leysa jafn óðum og þau koma upp enda mikil óvissa um hvernig aðstæður eiga eftir að skapa sem gerir verkefnið meira spennandi og fleytir þar með þekkingu íslendinga á jarðhita og nýtingu hans mjög áfram.

Hvernig sem verkefnið fer er ljóst að það á eftir að auka á þekkingu á jarðskorpunni og nýtingu jarðhita. Ef vel heppnast á það eftir að auka á sjálfbærni í orkuöflun og auka orkugetu endurnýtanlegra orkugjafa heimsins. Íslendingar eiga eftir að skapa sér forskot í jarðhitaþekkingu sem þeir geta bæði nýtt sér í betri nýtingu á eigin auðlindum og til útflutnings og fjárfestinga erlendis.

Heimildir:

www.isor.is

www.lv.is

www.si.is

www.iddp.is

www.samorka.is

www.jardboranir.is


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband