Færsluflokkur: Fréttir tengdar nýsköpun

Sóknarbraut Akureyri

Nýsköpunarmiðstöð stendur fyrir námskeiðinu Sóknarbraut sem verður haldið á Akureyri og byrjar 19.mars. Sóknarbraut er hagnýtt námskeið um rekstur fyrirtækja með áherslur á þróun hugmynda, markaðssetningu, stjórnun og fjármál. Sjá nánar á vef Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Evrópusamvinna 2009

Fulltrúar evrópskra samstarfsáætlana og þjónustuskrifstofa standa fyrir kynningu á styrkja- og samstarfsmöguleikum á vegum evrópskra áætlana. Kjörið tækifæri fyrir einstaklinga, skóla, fyrirtæki, stofnanir og samtök að kynna sér möguleika til samstarfs á felstum sviðum menntuna, menningar og atvinnulífs. Sjá nánar á vef Iðnaðarráðuneytisins og evrópusamvinna.is


Frumkvæði - færni - forysta

Ráðstefna MBA 2009 með yfirskriftinni Frumkvæði, færni, forysta - lykilþættir til að koma nýjum hugmyndum í framkvæmd. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica þann 19.mars og hefst kl 08:00. Nánari upplýsingar á vef Háskóla Íslands.

Hávarp Háskólans í Reykjavík

Á vef Háskólans í Reykjavík er hægt að hlusta á erindi á netinu á svæði sem heitir Hávarp. Þar er meðal annars að finna fyrirlestur frá 15.janúar um virði nýsköpunar í niðursveiflu. Sjá nánar á vef Háskólans í Reykjavík.


Iðnþing 2009 - upptaka

Hægt er að sjá af vef Samtaka Iðnaðarins upptöku af Iðnþingi þar sem efnahagsmálin voru til umræðu og bar yfirskriftina Vöxtur og Verðmæti - Mótum eigin framtíð.

Umsóknarfrestur Nýsköpunarsjóðs Námsmanna

Umsóknarfrestur Nýsköpunarsjóðs Námsmanna fyrir árið 2009 rennur út mánudaginn 16.mars kl 17:00. Nánar á vef Rannís


Going global with your business

Vil benda á áhugaverðan fyrirlestur í Háskólanum í Reykjavík mánudaginn 16.mars kl 12:00. Þar fjallar Richard M. Brandt um sex lykilþætti árangurs í stofnun alþjóðlegra fyrirtækja. Nánar á á vef skólans www.ru.is


Nýsköpunarþing 2009

Ætla að minna Nýsköpunarþing 2009 á vegum Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs á morgun, þriðjudag milli 8-10. Þar verður áherslan á opna nýsköpun sem er mjög áhugaverður vinkill á nýsköpun og eitthvað sem öll fyrirtæki ættu að fræðast um í nútíma viðskiptaumhverfi.

Hægt að skrá sig hér


Ársfundur Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands

Verður haldinn þriðjudaginn 3.mars á Nordica. Hér er linkur á tilkynninguna hjá Nýsköpunarmiðstöð.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband